Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í Suðurkjördæmi
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í Suðurkjördæmi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og RÚV. Flokkurinn fær 25,3% og þrjá þingmenn og er aðeins stærri en Samfylking sem fær 24,1% og manni minna eða tvo þingmenn.
Þriðji stærsti flokkurinn er Flokkur fólksins en hann tapar nærri helmingi fylgis frá þingkosningunum í fyrra, fær nú 12,9% og einn mann en var með 20% þá og fékk tvo þingmenn.
Miðflokkurinn er með 12,5%, Framsókn 10,4%, Viðreisn 9,3%, og fá allir einn þingmann hver.