Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgur fyrir slæmri fjárhagsstöðu og örlögum óskabarns Suðurnesja
Fimmtudagur 20. október 2011 kl. 10:59

Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgur fyrir slæmri fjárhagsstöðu og örlögum óskabarns Suðurnesja

Reykjanesbær á nú í samningaviðræðum við ríkisvaldið um kaup ríkisins á landi og auðlindum í landi Kalmannstjarnar á Reykjanesi. Á fundi bæjarráðs á dögunum bókaði Friðjón Einarsson um málið á eftirfarandi hátt:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Undirritaður hefur verið andvígur sölu á landi og auðlindum á Kalmannstjörn frá byrjun en vegna bágrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins er ekki annað hægt en að samþykkja söluna með það að markmiði að greiða gjaldfallnar skuldir Reykjanesbæjar“.


Meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarráði bókaði þá:  „Ríkisstjórnin hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að jarðauðlindir eigi að vera í þjóðareign.  Þessi ákvörðun er í samræmi við það.  Í fyrri bæjarstjórn var svipuð tillaga og nú er lögð fram flutt af fyrrum forystumanni Samfylkingarinnar“.


Þegar fundargerðin var tekin fyrir á bæjarstjórnarfundi í vikunni bókaði Friðjón Einarsson fyrir hönd Samfylkingarinnar:


„Samfylkingin í Reykjanesbæ er í eðli sínu andvíg sölu á landi og auðlindum í eigu Reykjanesbæjar, nú sem fyrr.  Því miður er fjárhagsstaða Reykjanesbæjar svo alvarleg að nauðsynlegt er selja land og auðlindir sem bæjarfélagið á við Kalmannstjörn.

Það er þyngra en tárum tekur að enn og aftur þurfi Reykjanesbær að selja eignir til að grynnka á skuldum og sérstaklega þegar andvirðið fer í að greiða vangoldinn fjármagnstekjuskatt vegna sölunnar á Hitaveitu Suðurnesja.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ ber fulla ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar sem og örlögum Hitaveitu Suðurnesja, óskabarni Suðurnesjamanna“.


Undir bókunina skrifa Friðjón Einarsson, Guðný Kristjánsdóttir, Eysteinn Eyjólfsson.


Í kjölfarið tók Árni Sigfússon til máls og lagði fram bókun sjálfstæðismanna sem hljóðaði þannig: „Reykjanesbær er nú í fyrsta sinn í sögunni meirihlutaeigandi í Hitaveitunni.  Ástæða sölu á auðlind er áhugi ríkisins, undir forystu Samfylkingarinnar, að þjóðin eignist auðlindina í stað Reykjanesbæjar.  Ríkisstjórnin hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að jarðauðlindir eigi að vera í þjóðareign.  Þessi ákvörðun er í samræmi við það.  Í fyrri bæjarstjórn var svipuð tillaga og nú er lögð fram flutt af fyrrum forystumanni Samfylkingarinnar“. 


Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða sölu á viðkomandi landi til ríkisins skv. þeim gögnum sem lágu fyrir fundi bæjarráðs. Bæjarstjórn hefur svo staðfest söluna.