Sjálfstæðisflokkur og K-listi saman í meirihluta í Sandgerði
Sjálfstæðisflokkurinn og K-listi, listi óháðra og Samfylkingarinnar skrifuðu í dag undir samning um sameiginlegan meirihluta í bæjarstjórn Sandgerðis fyrir komandi kjörtímabil. Sjálfstæðismenn fengu einn mann kjörinn en K-listi 3 menn. K-listi var í meirihluta á seinasta kjörtímabili.Sigurður Valur Ásbjarnarson, ráðinn sveitastjóri í Sandgerði verður áfram bæjarstjóri Sandgerðisbæjar.