Sjálfstæðisflokkur og Framsókn í meirihlutaviðræðum
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Grindavík hafa hafið meirihlutaviðræður í Grindavík en þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook- síðu Raddar unga fólksins, þar segir;
Komið sæl kæru bæjarbúar.
Eins og mörg ykkar vita kannski hófum við í Rödd unga fólksins viðræður við Framsóknarflokkinn, Miðflokkinn og Samfylkinguna um myndun meirihluta hér í Grindavík.
Framsóknarflokkurinn hefur nú dregið sig úr þeim viðræðum og farið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun meirihluta.
Við viljum halda kjósendum okkar, sem og öðrum bæjarbúum upplýstum um stöðu mála hér í Grindavík.
Með kveðju,
Rödd unga fólksins.