Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 22. maí 2002 kl. 19:24

Sjálfstæðisflokkur heldur hreinum meirihluta en Samfylkingin sækir á - Framsókn tapar fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn heldur naumlega hreinum meirihluta í annarri skoðanakönnun Víkurfrétta sem Gallup gerði dagana 16.-21. maí sl. Samfylkingin er nú í sókninni og er eini flokkanna þriggja sem bætir við sig eða 3,7 prósentustigum og vinnur annan mann Framsóknar. Það vekur verulega athygli að 35% eru óákveðnir eða neita að svara sem er mjög hátt hlutfall svona nálægt kosningum. Úrtakið var 600 manns og svarhlutfall tæp 70%.Þessi niðurstaða færir D-lista 6 menn, S-lista 4 menn og B-lista einn mann. Þetta er breyting frá síðustu skoðanakönnun Gallups fyrir Víkurfréttir sem birtist fyrir tveimur vikum síðan. D-listi er, þó hann haldi hreinum meirihluta, að tapa fylgi frá síðustu könnum, fer úr 50,9% í 49,8% eða rétt rúmt prósentusig. Samfylkingin bætir við sig 3,7% en Framsókn tapar 2,5 prósentustigum.
Í þessari könnun er Framsókn aðeins 1,5% frá því að fella sjötta mann Sjálfstæðismanna. Það er því ljóst að það stefnir í gríðarlega spennandi lokabaráttu og kosningar þar sem úrslitin munu hugsanlega ekki ráðast fyrr en á síðustu atkvæðunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024