Sjálfstæðisflokkur héldi meirihluta
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ heldur hreinum meirihluta í bæjarstjórn samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn myndi samkvæmt henni tapa einum bæjarfulltrúa en fengi 51,2% fylgi þeirra bæjarbúa sem afstöðu tóku í könnuninni. Það er rúmum 5% undir kjörfylgi flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosninum þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk 56,3% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fengi því 6 bæjarfulltrúa af 11.
Samkvæmt niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælast Vinstri græn með 12,1% fylgi í Reykjanesbæ og fengi einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin nýtur stuðnings 26,4% og fengi þrjá bæjarfulltrúa.
Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 10,3 prósenta samkvæmt könnuninni og fengi samkvæmt því einn bæjarfulltrúa.
---
VFmynd/HBB - Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og oddviti Sjálfstæðismanna, greiðir atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.