Sjálfstæðisflokkur fengi 67% - meirihluti vill Ásmund áfram
Fram kemur í skoðanakönnun rannsóknafyrirtækisins Maskínu fyrir Sjálfstæðisfélagið í sveitarfélaginu Garði að D-listi sjálfstæðismanna fengi 67% atkvæða ef kosið yrði núna til sveitarstjórnar. Einnig var spurt í könnuninni hvort fólk vildi Ásmundur Friðriksson áfram sem bæjarstjóra eða að nýr bæjarstjóri tæki við stjórn. Sögðust 59,9% vilja hafa Ásmund áfram en 40,1% vildi fá annan aðila.
Sem kunnugt er klofnaði meirihluti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Garðs á dögunum. Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri var svo rekinn þegar nýr meirihluti með einn af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins tók við í vor.
N-listi Nýrra tíma fengi 20,9% og L-listi allra Garðsbúa 12,0% samkvæmt könnuninni. Gild svör voru frá 86,6% aðspurðra en 14% svöruðu ekki.
Mynd: Ásmundur og Jónína Hólm.