Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjálfskipaður ,,bjargvættur” neitaði að lána dælur til að dæla sjó úr Guðrúnu Gísladóttur KE
Mánudagur 1. júlí 2002 kl. 08:47

Sjálfskipaður ,,bjargvættur” neitaði að lána dælur til að dæla sjó úr Guðrúnu Gísladóttur KE

Skipstjórinn á dráttarskipinu Nordbever, sem freistaði þess að draga Guðrúnu Gísladóttur KE af skerinu sem skipið strandaði á í Lófóten fyrir skömmu, var harkalega gagnrýndur í sjóprófunum sem fram fóru í Noregi vegna skipsskaðans.Í Fiskaren kemur fram að Arnt Enebakk skipstjóri Nordbever hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að reyna að draga Guðrúnu Gísladóttur KE af skerinu þótt skipið hefði alls ekki vélarafl til þess. Dráttarbáturinn, sem er með tæplega 2000 hestafla aðalvél, haggaði varla togaranum enda var þyngd hans vel yfir 3000 tonn. Í sjóprófunum kom fram að Sturla Einarsson skipstjóri á Guðrúnu Gísladóttur KE óskaði aldrei eftir aðstoð frá Nordbever. Eftir að Enebakk skipstjóri var byrjaður björgunaraðgerðir upp á eigin spýtur bað Sturla hins vegar um aðstoð frá Nordbever til þess að dæla 500 til 600 tonnum af sjó úr tönkum skipsins í því skyni að létta það og auka þannig möguleikana á því að strandgæsluskipið Tromsö, sem þá var á leiðinni, gæti dregið Guðrúnu Gísladóttur KE af strandstað. Þessu neitaði Enebakk skipstjóri.

-- Skammarlegt framferði, sagði Rolf Albrigtsen skipstjóri á Strandgæsluskipinu Sjöveien þegar hann var inntur álits á framkomu Arnt Enebakk en svo virðist sem að einhver valdabarátta hafi staðið á milli skipstjóra dráttarbátsins og strandgæslunnar um það hvernig standa skyldi að málum á slysstaðnum.

Frá þessu er greint á vef InterSeaFood.com
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024