Sjálfsala í grunnskólana í Suðurnesjabæ
Rætt var um vandamál tengt búðarferðum nemenda á skólatíma á síðasta fundi ungmennaráðs Suðurnesjabæjar. Hugmyndir um uppsetningu sjálfsala fyrir unglingastig í Sandgerðisskóla og Gerðaskóla voru ræddar.
„Lagt er til að settir verði upp sjálfsalar fyrir unglingastig í báðum grunnskólum þar sem hægt er að kaupa hollari fæðu,“ segir í afgreiðslu ráðsins.