Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sjálfsagt tíu sinnum stærra en fyrsta gosið
Hraunið æðir fram. Mynd af hrauni: Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 10. júlí 2023 kl. 23:14

Sjálfsagt tíu sinnum stærra en fyrsta gosið

– segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði á fundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra fyrr í kvöld að gosið væri sjálfsagt tíu sinnum stærra en upphaf fyrsta gossins og þrefalt, fjórfalt stærra en gos númer tvö.

„Þetta er að þróastt mikið og það sem slær mann líka er hversu mikill gasmökkurinn er sem leggur frá þessu gosi,“ sagði hann jafnframt. „Margfaldur á við hin gosin.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús Tumi segir að meira efni sé að koma upp, meiri kvika og gas, og minni gasmökkurinn hann á gosið í Holuhrauni – þótt það hafi verið töluvert stærra en þetta.

Hann ítrekaði að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafi gert það eina rétta í stöðunni með að loka aðgengi að eldstöðvunum þar til frekari upplýsingar liggi fyrir.

„Ef fólk er nálægt gosstöðvunum, og þess vegna ekkert mjög nálægt, þá getur það verið mjög hættulegt. Þess vegna á enginn erindi þarna nema hann sé með fullkominn búnað til að verjast gasi – og það eru ferðamenn ekki,“ tók Magnús Tumi skýrt fram. „Svo bara bíðum við og sjáum hverju fram vindur.“