Sjálfbær sorpeyðingarstöð
Í gær tók Sigríður Jóna Jóhannesdóttir formaður stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja fyrstu skóflustunguna að nýrri brennslustöð Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, en brennslustöðin mun rísa í Helguvík. Framkvæmdir hófust í gær með því að Sigríður Jóna notaði stóra beltagröfu til að taka fyrstu skóflustunguna. Hugmyndir eru uppi um að nýta þá orku sem myndast við brennslu sorps í stöðinni til raforkuframleiðslu, en með því að breyta úrganginum í orku er hægt að ná yfir 80% endurvinnslu sorps í stöðinni og verður það hæsta hlutfall endurnýtingar við sorpeyðingu í landinu. Stöðin verður sjálfbær því hún mun sjálf nýta um helming áætlaðrar raforkuframleiðslu, en auk þess verður unnt að nota varmann til að hita upp húsnæði og snjóbræðslukerfi í plani. Starfsemi stöðvarinnar er tvískipt, annars vegar móttöku- og flokkunarstöð og hins vegar vélasalur þar sem brennslulínan sjálf verður ásamt stjórnstöð og tilheyrandi aðstöðu.
Íbúar Suðurnesja geta komið með forflokkaðan úrgang á stöðina því gert er ráð fyrir að að komið verði fyrir gámum fyrir almenning á lóð stöðvarinnar. Nýja stöðin leysir af hólmi gömlu brennslustöðina við Hafnaveg. Stöðin mun kosta um 720 milljónir króna og gert er ráð fyrir að bygging stöðvarinnar taki um eitt ár.
Brennslulína stöðvarinnar getur afkastað 12.300 tonnum af úrgangi á ári og stenst hún ströngustu reglur Evrópusambandsins um útblástur.
Sorpeyðingarstöðin mun annast brennslu úrgangs frá sveitarfélögunum fimm á Suðurnesjum og frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.
Íbúar Suðurnesja geta komið með forflokkaðan úrgang á stöðina því gert er ráð fyrir að að komið verði fyrir gámum fyrir almenning á lóð stöðvarinnar. Nýja stöðin leysir af hólmi gömlu brennslustöðina við Hafnaveg. Stöðin mun kosta um 720 milljónir króna og gert er ráð fyrir að bygging stöðvarinnar taki um eitt ár.
Brennslulína stöðvarinnar getur afkastað 12.300 tonnum af úrgangi á ári og stenst hún ströngustu reglur Evrópusambandsins um útblástur.
Sorpeyðingarstöðin mun annast brennslu úrgangs frá sveitarfélögunum fimm á Suðurnesjum og frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.