Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.
Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.

Fréttir

Sjáið upptöku af stóra skjálftanum í nótt
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 1. mars 2021 kl. 10:21

Sjáið upptöku af stóra skjálftanum í nótt

Ekkert lát er á skjálftahrinunni á Reykjanesi og fjölmargir sterkir skjálftar hafa orðið þar frá miðnætti. Sá sterkasti er upp á 4,9 stig og varð þegar klukkan var 01:31 í nótt. Víkurfréttir settu upp myndavél á skrifstofu blaðsins í Krossmóa í Reykjanesbæ og hún fangaði skjálftann í nótt í bæði hljóði og mynd eins og sjá má í myndskeiði með fréttinni.

Myndavélinn var beint að forláta mæli sem lætur öllum illum látum þegar jörð skelfur. Frá því skjálftinn verður og þar til ró kemst á að nýju líða tæpar tvær mínútur.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Frá miðnætti hafa orðið fimmtán skjálftar sem eru M3,0 eða stærri og þar er M4,9 sá stærsti. Enginn annar skjálfti stærri en M4,0 hefur orðið á þessum sólarhring. Í heild eru skjálftar á Reykjanesskaganum orðnir yfir 1000 frá miðnætti.