Sjáðu nýju verðlauna-tengibygginguna í Grindavík
Samkomusalur og betri tenging við starfsfólk.
Á dögunum fékk Grindavíkurbær afhenta nýjustu viðbótina við íþróttamannvirki Grindavíkur. Um er ræða nýja aðstöðu sem mun tengja íþróttir og mannlíf saman í náinni framtíð. Frá þessu er greint á vefsíðunni grindavík.net.
Húsnæðið er til fyrirmyndar með fjórum búningsklefum, góðu almennu rými og aðgengi að starfsfólki og stjórnanda gert auðveldara. Einnig er komin aðstaða fyrir hinar ýmsu deildir UMFG ásamt ráðstefnusal. Allt er þetta búbót fyrir samfélagið í Grindavík.
Á síðunni segir að glampa hafi mátt sjá í augum starfsfólks sem er ánægt með nýju vinnuaðstöðuna.
Endurbætur á gömlu búningsaðstöðinni verða á næstunni í sundlauginni þar sem þreksalir verða. Áætlað er að opna líkamsræktina eftir 4 til 6 vikur. Eðalsól mun einnig hafa aðstöðu í húsinu. Aðalverktaki var Grindin ehf.