Fimmtudagur 9. nóvember 2023 kl. 02:16
Sjá engin merki um gosóróa
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við RÚV að búast megi við því að skjálftavirkni haldi áfram inn í nóttina.
Aðspurð hvort þessi kröftuga skjálftahrina sé fyrirboði um gos, segir hún:
„Við sjáum engin merki um gosóróa nei.“