Siv tekur skóflustungu að sorpeyðingarstöð
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra mun taka fyrstu skóflustunguna vegna byggingar nýrrar sorpmóttöku og sorpbrennslustöðvar fimmtudaginn 21. nóvember nk., en sorpbrennslustöðin verður staðsett í Helguvík. Á dögunum samþykkti Sorpeyðingarstöð Suðurnesja að taka tilboði Vélsmiðjunnar Héðins í byggingu nýrrar móttöku- og sorpbrennslustöðvar í Helguvík. Alls bárust fimmtán tilboð í verkið, en tilboð Vélsmiðjunnar Héðins hljóðaði upp uppá 740 milljónir íslenskra króna.Brennslugeta nýju stöðvarinnar verður tæp 12 þúsund tonn á ári en búnaður stöðvarinnar mun fullnægja öllum þeim heilbrigðiskröfum sem settar hafa verið ásamt því að fullnægja væntanlegum kröfum sem Evrópusambandið mun setja. Talið er að framkvæmd stöðvarinnar verði lokið fyrir árslok 2003.