Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sinueldurinn slökktur
Þriðjudagur 11. maí 2021 kl. 16:31

Sinueldurinn slökktur

Mikill sinubruni varð á Vatnsleysuströnd fyrr í dag í landi Ásláksstaða. Fjölmennt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja af stöðvum í Vogum og Reykjanesbæ lagði til atlögu við eldinn. Um klukkustund tók að ráða niðurlögum eldsins.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi slökkvistarfsins nú áðan en myndirnar tóku starfsmenn Sveitarfélagsins Voga.





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024