Sinublöðkurnar teknar fram í kvöld
Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja fóru á ellefta tímanum í kvöld til að slökkva eld sem logaði í mosa við gamla Rockville-veginn á Miðnesheiði. Eldurinn var ekki mikill en þykkan reyk lagði frá mosabrunanum og stóð reykurinn að Leifsstöð.Það tók strákana frá Brunavörnum Suðurnesja skamma stund að ráða niðurlögum eldsins.
„Jæja, þá er þessi vertíð byrjuð,“ varð slökkviliðsmanni á orði þegar blaðamaður Víkurfrétta kom á vettvang. Nú eru kjöraðstæður til sinubruna þó svo bannað sé að brenna sinu eftir 1. maí.
„Jæja, þá er þessi vertíð byrjuð,“ varð slökkviliðsmanni á orði þegar blaðamaður Víkurfrétta kom á vettvang. Nú eru kjöraðstæður til sinubruna þó svo bannað sé að brenna sinu eftir 1. maí.