Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu
Föstudagur 21. september 2007 kl. 09:20

Sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu

Lögreglumenn mældu hraða bifhjóls á Reykjanesbraut skammt frá Vogavegi og sinnti ökumaður ekki stöðvunarmerkjum lögreglu.  Hélt hann ferð sinni áfram eftir Reykjanesbraut áleiðis til Reykjavíkur og misstu lögreglumenn sjónar af honum.  Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var gert viðvart og komu lögreglumenn frá því umdæmi að ökumanni þar sem hann hafði fallið af bifhjólinu á malarvegi í Hvassahrauni.  Ökumaður óslasaður og litlar skemmdir á bifhjólinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024