Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sinfóníutónar í Íþróttahúsinu á Sunnubraut
Þriðjudagur 8. mars 2005 kl. 16:00

Sinfóníutónar í Íþróttahúsinu á Sunnubraut

Hátíðarstemmning var í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í dag þegar börn í 1.-6. bekkjum grunnskóla í Reykjanesbæ, Sandgerði og Vogum komu saman til að hlýða á leik Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Leikarinn Skúli Gautason kynnti verkin sem hljómsveitin lék og skýrði þau fyrir börnunum sem tóku virkan þátt í tónleikunum. Þema tónleikanna var veður af öllum gerðum og á meðal tónverka voru árstíðir Vivaldis og léttari lög eins og Singing in the rain.

Uppákoman er þáttur í átakinu Tónlist fyrir alla, en tilgangur þess er að kynna íslenskum grunnskólabörnum ólíkar tegundir tónlistar sem þau læri að meta í skólum sínum í lifandi flutningi fremstu listamanna.

Tónlist fyrir alla er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og hefur starfað allt frá árinu 1992.

VF-myndir/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024