Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Simun nefbrotinn í kveðjuhófinu
Mánudagur 8. febrúar 2010 kl. 10:17

Simun nefbrotinn í kveðjuhófinu


Hún var heldur nöturleg kveðjan sem knattspyrnumaðurinn Simun Samuelsen fékk í síðustu viku í kveðjusamkvæmi á Glóðinni. Simun hefur um árabil verið lykilmaður í úrvaldeildarliði Keflvíkinga í knattspyrnu og staðið sig vel. Hann ákvað hins vegar fyrir nokkru að segja skilið við Keflavik og leika knattspyrnu í heimalandi sínu, Færeyjum. Að því tilefni var haldið kveðjupartí á Glóðinni kvöldið áður en hann hélt heim til Færeyja. Eitthvað virðist það hafa farið úr böndunum því Simun var skallaður í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði.

DV greinir frá þessu í dag, sjá hér:
http://www.dv.is/2010/2/8/nefbrotinn-i-kvedjuhofinu/

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024