Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Símkerfi Heilbrigðisstofnunar komið í lag
Miðvikudagur 1. maí 2013 kl. 11:26

Símkerfi Heilbrigðisstofnunar komið í lag

Ástandið eins og 40 árum. Blýantar og blað í stað tölvu og síma.

Símkerfi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er komið í lag en það hafði legið niðri í tæpan sólarahring. Við gerð lauk í morgun. Viðskiptavinir ættu því að geta náð sambandi við HSS á nýjan leik.

„Þetta var ekki gott en við vorum heppin því bilunin varð um klukkan hálf fjögur í gær og síðan var unnið í alla nótt til að laga þetta. Ekkert alvarlegt gerðist sem rekja má til þessa ástands. Þetta sýnir okkur hvað við erum háð tækninni. Við fórum 40 ár aftur í tímann og tókum upp blýanta og blað. Engir símar virkuðu og við urðum svolítið hjálparlaus. Sem betur fer gerðist þetta ekki á mánudagsmorgni,“ sagði Þórunn Benediktsdóttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skilaboð voru send út til viðskiptavina í gegnum heimasíðu HSS, vefsíðu Víkurfrétta, vf.is og í gegnum Facebook síðu lögreglunnar. Þórunn segir að þetta hafi allt hjálpað til en en síminn er tengdur í gegnum tölvukerfi. Ljóst sé að styrkja þurfi kerfið  svo hægt sé að bregðast betur við ef símkerfið bilaði.