Síminn stryrkir Björgunarsveitina Suðurnes
Síminn kom færandi hendi til Björgunarsveitarinnar Suðurnes í vikunni með myndarlegum stuðningi. Síminn gaf sveitinni SonyEricsson GSM síma í fimm farartæki ásamt handfrjálsum búnaði. Þá fékk sveitin einnig ADSL tengingu í björgunarstöðina við Holtsgötu í Njarðvík.Samhliða gjöfinni var einnig greint frá því að Björgunarsveitin Suðurnes hefur fengið símnúmeraröð hjá Símanum GSM og þeir félagar í sveitinni sem tryggja sér þar númer munu hringja frítt sín á milli, hvort sem þeir eru að störfum innan björgunarveitarinnar eða utan þeirra starfa.
Meðfylgjandi mynd er frá afhendingu gjafarinnar. VF-mynd: Hilmar Bragi
Meðfylgjandi mynd er frá afhendingu gjafarinnar. VF-mynd: Hilmar Bragi