Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Síminn ruglaði símalínum á Stafnesi
Fimmtudagur 29. maí 2008 kl. 22:59

Síminn ruglaði símalínum á Stafnesi

Íbúar á Stafnesi hafa fengið að taka þátt í óvæntum leik í boði Símans eftir að símastrengur var grafinn í sundur á dögunum. Ástæðan er sú að símalínur voru rangt tendgar þegar viðgerð fór fram. Það varð til þess að íbúar á Stafnesi hafa verið að skiptast á símanúmerum, ef svo má segja.


Á samfélagsvefnum 245.is í Sandgerði er skemmtileg frásögn af vandræðagangnum sem þessu hefur fylgt. „Þannig fékk t.d. Bjössi á Nýlendu númerið hjá Þorbjörgu í Syðstakoti og Helga og Svenni í Hólshúsi fengu númerið hjá Maddý í Glaumbæ.

Svo voru aðrir sem voru alveg símasambandslausir þar til seinni partinn í gær.

Í hinni umtöluðu Jesú auglýsingu Símans var sagt: "Við erum hér, hvar ert þú?"

Á Stafnesi var hins vegar sagt: "Ég er ég, hver ert þú?"…“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: www.254.is