Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Síminn og Sensa í gagnaver Verne Global á Ásbrú
Laugardagur 20. janúar 2018 kl. 12:00

Síminn og Sensa í gagnaver Verne Global á Ásbrú

Síminn, Verne Global og Sensa, sem er dótturfyrirtæki Símans, hafa tekið höndum saman og ætla að bjóða eina bestu net- og hýsingaraðstöðuna á Íslandi á alþjóðamarkaði. Síminn hyggst flytja fjóra af sex hýsingarsölum sínum í gagnaver Verne Global en Verne Global starfrækir nú þegar stærsta gagnaver landsins á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Sensa er leiðandi þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni fyrir fyrirtæki og veitir þjónustu við hýsingu og rekstur sem og net-, samskipta- og öryggislausnir. Sensa starfar með Cisco, Microsoft, Paolo Alto, Fortinet, Amazon Web Services og NetApp sem og öðrum leiðandi fyrirtækjum á sínu sviði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024