Silkitoppa gleður auga í Njarðvík
Þessi fallega silkitoppa gæddi sér á berjum í húsgarði við Gónhól í Njarðvík. Að sögn Gunnars Þórs Hallgrímssonar fuglafræðings hjá Náttúrustofu Reykjaness er silkitoppan flækingsfugl frá norðanverðri Evrópu sem virðist hafa komið til Íslands í stórum hópum nú í haust.
Gunnar segir að silkitoppu hafi orðið vart í öllum landshlutum og að hópur um 50 fugla sé á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur hennar m.a. orðið vart hér á Suðurnesjum, eins og meðfylgjandi ljósmynd staðfestir.
Ljósmynd: Ólafur G. Ingason