Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Silja Dögg með frumvarp um bótarétt fanga
Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarps um bótarétt fanga.
Miðvikudagur 15. febrúar 2017 kl. 06:00

Silja Dögg með frumvarp um bótarétt fanga

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins úr Reykjanesbæ, er fyrsti flutningsmaður frumvarps til breytinga á atvinnuleysistryggingum hvað varðar bótarétt fanga. Í frumvarpinu er lagt til að hafi fangi samkvæmt vottorði frá fangelsismálayfirvöldum stundað vinnu, nám eða starfsþjálfun sem í boði er innan viðkomandi fangelsis til samræmis við lög um fullnustu refsinga, ávinni hann sér rétt til atvinnuleysisbóta vegna þess tímabils eins og hann hefði verið í launaðri vinnu. Af því leiðir að þeir sem lokið hafa afplánun geti talist tryggðir þótt þeir teljist ekki launamenn þótt þeir uppfylli ekki skilyrði um launuð störf á tímabilinu. Aftur á móti verður viðkomandi að uppfylla önnur skilyrði tryggingaverndar, svo sem um virka atvinnuleit og búsetu.

Meðal skilyrða þess að einstaklingar hafi rétt til atvinnuleysisbóta, er að þeir hafi fengist við launuð störf eða verið sjálfstætt starfandi á tilteknu tímabili áður en sótt er um atvinnuleysisbætur. Flestum þeim sem afplána refsivist eða sitja í gæsluvarðhaldi stendur ekki til boða vinna, nema að mjög takmörkuðu leyti, og ávinna sér því ekki rétt til atvinnuleysisbóta meðan á vistinni stendur.
Aðrir flutningsmenn frumvarpsins eru Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn, Jón Steindór Valdimarsson, Viðreisn og Björn Leví Gunnarsson, Pírötum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024