Silja Dögg leggur fram frumvarp um barnalífeyri
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur langt fram frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 (barnalífeyrir). Það eru ellefu þingmenn úr sex flokkum sem standa að frumvarpinu.
Frumvarpið gengur úr á að tryggja þeim börnum sem misst hafa annað foreldrið sömu heimildir og festar eru í lög um almannatryggingar varðandi meðlagsgreiðslur. Lagabreytingin felur í sér að framfæranda barnalífeyrisþega verði heimilt að óska eftir viðbótarbarnalífeyri vegna sérstakra útgjalda, eins og skírnar, fermingar, gleraugnakaupa, tannréttinga, sjúkdóms eða greftrunar.
Önnur tilefni geta einnig orðið grundvöllur slíkra framlaga en þó aðeins ef þau eru sérstaks en ekki almenns eðlis, enda er reglubundnum meðlagsgreiðslum ætlað að standa straum af almennri framfærslu.