Silfurbogi á Keflavíkurflugvelli
Slökkvilið Keflavíkurflugvallar veitti silfurvélinni svokölluðu, sem flutti handboltalandsliðið heim frá Ólympíuleikunum í Kína, höfðinglegar móttökur í gær þegar vélin kom til Keflavíkur með því að mynda vatnsboga sem vélin síðan ók undir. Vélin lenti fyrst í Keflavík með Ólympíu-silfrið en fór síðan klukkustund síðar í stutta flugferð til Reykjavíkur þar sem formleg móttaka eða sannkölluð þjóðhátíð fór fram.
Myndir: Víkurfréttir / Hilmar Bragi