Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 17. janúar 2001 kl. 09:51

Síldveiðuskipum við Reykjanesið fækkar

Skipum á síldveiðum við Reykjanesið hefur fækkað verulega eftir að loðnan fór að veiðast fyrir austan land. Í síðustu viku var bara Guðmundur VE á miðunum fyrir vestan Reykjanesið en Óli í Sandgerði AK, Oddeyrin EA og Ásgrímur Halldórsson SF höfðu verið þar á veiðum daginn áður.
Snorri Gestsson, skipstjóri á Guðmundi VE sagði að síldin sem þeir hefðu verið að fá vestan við Stafnesið, væri af þokkalegri stærð og slyppi í frystingu. Hann sagðist jafnframt gera ráð fyrir að halda áfram síldveiðum.
„Mér heyrist það á mönnum að enn sem komið er þá séu aðeins flottrollskipin sem eiga möguleika á loðnuveiðunum fyrir austan. Flottrollskipin eru orðin það mörg að þau raða sér á bleyðurnar og nótaskipin komast ekki að. Ég býst ekki við því að það verði nótaveiði á loðnunni að ráði fyrr en að loðnan gengur upp að suðausturströndinni, hvenær svo sem það verður“, sagði Snorri í samtali við Fiskifréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024