Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 24. október 2001 kl. 17:16

Síldin komin til Grindavíkur

Síldarvertíðin er nú um það leyti að hefjast en Grindvíkingur kom inn í Grindavíkurhöfn með fyrstu síldina í dag. Að sögn Sverris Vilbergssonar, hafnarstjóra verður síldin fryst hjá Samherja á Þórkötlustöðum. Um er að ræða 150 tonn sem verða flokkuð í verksmiðjunni og síðan flutt til frystingar.
Óskars Ævarssonar rekstrarstjóri Samherja hf. reiknar með því að hægt verði að vinna úr um 200 tonna afla á sólarhring. Frystigetan í frystihúsinu í Grindavík er um 100 tonn á sólarhring en frystitækin hafa aðallega verið notuð til að frysta loðnuhrogn á síðustu vertíðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024