Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 10. desember 1998 kl. 22:31

SÍLDARMOKSTUR Á BRJÁLAÐA HRYGG

Seley SU kom nýlega með um 700 tonn af síld eða fullfermi til Grindavíkur. Að sögn Ómars Sigurðssonar skipstjóra fengu þeir síldina um 80 sjómílur vest-norð-vestur úr Garðskaga eða á svokölluðum brjálaða hrygg. Ómar sagði að sex til átta bátar hefðu verið á miðunum og upp í 15 sjómílur á milli báta og allir að fá síld. „Ég er búinn að vera í mörg ár á síld fyrir austan og ég sá aldrei svona mikið af síld þar” en Ómar var áður skipstjóri á Sæljóninu m.a. á síld fyrir austan land. Seleyin fyllti sig í þremur köstum og fengu um 300 tonn í stærsta kastinu. Síldin hefur verið erfið viðureignar á þessum miðum því torfurnar hafa staðið mjög djúpt og ekki verið veiðanleg að gagni í nót en gefur sig til eina og eina nótt. Seley er 594 brúttó tonna skip smíðað á Akranesi 1980 og hét Sölvi Bjarnason BA en Seley er nýjasta skip Samherja hf og var keypt fyrir mánuði síðan. Ómar sagðist kunna vel við sig á skipinu Seleyin væri gott sjóskip og mjög öflugt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024