Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sigurvon á gossvæðinu
Fimmtudagur 26. maí 2011 kl. 10:18

Sigurvon á gossvæðinu

Björgunarsveitin Sigurvon frá Sandgerði fór í sitt fyrsta verkefni í gærmorgun og var ferðinni heitið að Hörgslandi þar sem farið var með tank að vatni fyrir búfénaðinn.

Svo var förinni heitið að Kirkjubæjarklaustri þar sem rennur voru aftengdar svo að askan færi ekki í holræsikerfið. Því næst var smá matarhlé sem stóð í um 7 mínútur og þá var meðlimum Sigurvonar dröslað í bílanna og héldu að Mílakoti þar sem meðlimir aðstoðuðu heimilisfólkið við að skola ösku úr augum á kindunum og lömbunum en mörg þeirra vöru orðin allveg blind. Þetta verk var timafrekt en afar nauðsynlegt.

Þessu næst fóru meðlimir Sigurvonar á bæina í fljótshverfinu og tóku sýni á vatni og gáfu rykgrímur og vatn á flöskum. Á Hóteli að Núpum var allt á kafi í ösku í herbergjum, göngum, rafmagnsstokkum og nánast alls staðar. Rennurnar voru fullar af ösku og fóru meðlimir Sigurvonar upp á þak og hreinsuðu rennurnar og mokuðu af þakinu skafla sem þar voru.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðlimir Sigurvonar eru nú á heimleið, en ekki er vitað hvort farið verður aftur á gossvæðið en 245.is greinir frá þessu.


Það skal tekið fram að allar björgunarsveitir á Suðurnesjum tóku þátt í verkefnum á gossvæðinu í gær.


Meðylgjandi myndir tók Guðlaugur Ottesen Karlsson, en 7 meðlimir Sigurvonar hafa verið að störfum á áhrifasvæði Grímsvatnagossins.