Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sigursveinn Bjarni leiðir S-lista Samfylkingar og óháðra í Suðurnesjabæ
Föstudagur 8. apríl 2022 kl. 09:39

Sigursveinn Bjarni leiðir S-lista Samfylkingar og óháðra í Suðurnesjabæ

S-listi Samfylkingar og óháðra borgara í Suðurnesjabæ var samþykktur samhljóða í síðustu viku á fundi Samfylkingarfélags Suðurnesjabæjar á Vitanum í Sandgerði. Sigursveinn Bjarni Jónsson, sölustjóri leiðir listann og er Elín Frímannsdóttir, verslunarstjóri og aðstoðarmaður fasteignasala í öðru sæti. Í þriðja sæti er Önundur S. Björnsson, fv. sóknarprestur og situr Hlynur Þór Valsson, verkefnastjóri og grunnskólakennari í því fjórða.

„Það er mér mikill að heiður að vera treyst fyrir því að leiða þennan glæsilega lista og hlökkum við til að eiga samtal við bæjarbúa og móta okkar stefnu í framhaldinu. Á listanum er fjölbreyttur hópur fólks sem á það sameiginlegt að vilja gera gott sveitarfélag enn betra,“, sagði Sigursveinn af þessu tilefni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Listinn í heild sinni:

  1. Sigursveinn Bjarni Jónsson, sölustjóri
  2. Elín Frímannsdóttir, verslunarstjóri & aðstoðarmaður fasteignasala
  3. Önundur S. Björnsson, fv. sóknarprestur
  4. Hlynur Þór Valsson, verkefnastjóri & grunnskólakennari
  5. Sunna Rós Þorsteinsdóttir, markþjálfi
  6. Jóhann Jóhannsson, íþróttafræðingur
  7. Rakel Ósk Eckard, þroskaþjálfi & umsjónarkennari
  8. Sigurbjörg Ragnarsdóttir, gjaldkeri
  9. Katarzyna Blasik, skólaliði
  10. Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir, viðskiptafræðingur & umsjónarkennari
  11. Eyþór Elí Ólafsson, stuðningsfulltrúi
  12. Thelma Dís Eggertsdóttir, leiðbeinandi í kennaranámi
  13. Guðbjörg Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi
  14. Jóhann Geirdal, fv. skólastjóri
  15. Viktoría Íris Kristinsdóttir, nemi
  16. Jórunn Alda Guðmundsdóttir, fv. leikskólastjóri & eldri borgari
  17. Jón Snævar Jónsson, húsasmíðameistari
  18. Oddný B. Guðjónsdóttir, fv. skólaliði & eldri borgari