HSS sumarstörf 14-21 mars
HSS sumarstörf 14-21 mars

Fréttir

Sigurgestur til Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 18. apríl 2018 kl. 09:52

Sigurgestur til Reykjanesbæjar

Sigurgestur Guðlaugsson hefur verið ráðinn Verkefnastjóri viðskiptaþróunar hjá Reykjanesbæ. Sigurgestur lýkur Viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri í vor; með áherslu á stjórnun og markaðsfræði.

Síðastliðin 9 ár hefur Sigurgestur starfað sem verkefnastjóri hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar (KADECO) og tekið virkan þátt í verkefnastjórnun, samningagerð, stefnumótun og þróun fyrrum varnarsvæðisins.

Public deli
Public deli

Hann hefur undanfarin 6 ár sinnt markaðsmálum KADECO og verið í samskiptum við fjölda innlendra og erlendra aðila.

Bæjaryfirvöld eru sannfærð um að reynsla Sigurgests og menntun muni nýtast vel í framtíðaruppbyggingu atvinnulífs í Reykjanesbæ, segir í tilkynningu frá bænum.