Sigurður Wíum gaf D-deild búnað fyrir tvær milljónir
Sigurður Wíum í Reykjanesbæ gaf D-deild HSS búnað gjafir að andvirði rúmlega tveimur milljónum króna nú í vikunni. Sigurður hefur um árabil verið mikill velunnari deildarinnar og fært henni gjafir fyrir hátt á áttundu milljón króna frá árinu 2007. Fyrir vikið ber Sigurður titilinn Verndari deildarinnar.
Að þessu sinni færði Sigurður deildinni lyfjadælu og sprautupumpu sem notaðar eru til lyfjagjafa, vökvadælu, loftdýnu, flutningsdýnu, upplýsingaskjá sem tengist bjöllukerfi og leðurhornsófa í setustofu starfsfólks.
Af þessu má sjá að ljós leynist í myrkri gríðarlegs niðurskurðar á HSS sem á sína velunnara hvað sem á gengur.