Sigurður Valur nýr bæjarstjóri í Fjallabyggð
Sigurður Valur Ásbjarnarson var í morgun ráðinn bæjarstjóri í Fjallabyggð og mun hann hefja störf um næstu mánaðamót. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu.
Sigurður lét af störfum bæjarstjóra í Sandgerði eftir nýafstaðnar kosningar en hann skipaði efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þar í bæ. Flokkurinn klofnaði í aðdraganda kosninganna og tapaði meirihlutanum.