Sigurður Valur efstur
Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri í Sandgerði varð efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og óháðra bæjarbúa í Sandgerði sem haldið var í gær. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir bæjarfulltrúi varð í öðru sæti.
Tyrfingur Andrésson varð í þriðja sæti, Gróa Axelsdóttir varð í fjórða sæti og Árni B. Sigurpálsson í fimmta sæti. Sigurður Valur var sá eini sem hlaut bindandi kosningu í prófkjörinu, en það þýðir að hann hlaut meira en 50% atkvæða í 1. sætið.
Fimmtán buðu sig fram í prófkjörinu. 340 tóku þátt í prófkjörinu. Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn kjörna í síðustu sveitarstjórnarkosningum, þ.e. Sigurð Val og Hólmfríði.
Mynd: Sigurður Valur Ásbjarnarson sló á létta strengi á kjörstað í gær. Mynd af www.245.is