Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sigurður Ólafsson ráðinn starfsmannastjóri Keflavíkurflugvallar ohf.
Þriðjudagur 17. febrúar 2009 kl. 14:04

Sigurður Ólafsson ráðinn starfsmannastjóri Keflavíkurflugvallar ohf.

Sigurður Ólafsson hefur verið ráðinn starfsmannastjóri Keflavíkurflugvallar ohf. og mun hefja störf þann 1. mars næstkomandi. Sigurður er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og lauk MBA prófi í rekstrarhagfræði frá Rotterdam School of Management árið 1990. Sigurður starfar hjá Háskólanum í Reykjavík m.a. við umsjón með tengslum skólans við íslenskt atvinnulíf og tengslanet íslenskra fyrirtækja við MIT háskólann í Boston. Hann hefur víðtæka reynslu af starfsmannamálum úr fyrri störfum hjá Flugleiðum, Nýherja og Vátryggingarfélagi Íslands auk stjórnunarreynslu sem framkvæmdastjóri Calidris ehf. og Varðar Íslandstryggingar hf.  Sigurður er kvæntur Áslaugu Guðjónsdóttur og eiga þau þrjú börn.
 
Keflavíkurflugvöllur ohf. er nýtt opinbert hlutafélag sem tók við rekstri og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar um nýliðin áramót. Starfsmenn félagsins og dótturfélagsins, Fríhafnarinnar ehf., eru samtals um 400.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024