Sigurður og Silfurtoppur í forystu í forkeppni í tölti
Sigurður Sigurðarson á Silfurtoppi frá Lækjarmóti í eigu Sigurðs Vignis Ragnarssonar frá Reykjanesbæ er í fyrsta sæti í tölti þegar um þriðjungur keppenda hefur lokið forkeppni í tölti sem nú stendur yfir á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Norrköping í Svíþjóð. Hann hlaut einkunnina 7,70 en næstur honum er Andreas Höpfner frá Austurríki á Leira frá Brúnastöðum með 6,80.
Silfurtoppur var nokkuð góður en greinilegt að Sigurður lagði mest upp úr örygginu, lét ekki vaða á súðum. Þessi einkunn gæti dugað honum í A úrslit en það eru margir góðir eftir og samkvæmt gamalli hefð hækka einkunnir þegar á keppnina líður, en ekki endilega í samræmi við frammistöðu keppenda.
Forkeppni í tölti lýkur um klukkan 18 í kvöld og er síðasti keppandinn núverandi heimsmeistari í tölti, Jóhann Skúlason á Hvini frá Holtsmúla.
Silfurtoppur var nokkuð góður en greinilegt að Sigurður lagði mest upp úr örygginu, lét ekki vaða á súðum. Þessi einkunn gæti dugað honum í A úrslit en það eru margir góðir eftir og samkvæmt gamalli hefð hækka einkunnir þegar á keppnina líður, en ekki endilega í samræmi við frammistöðu keppenda.
Forkeppni í tölti lýkur um klukkan 18 í kvöld og er síðasti keppandinn núverandi heimsmeistari í tölti, Jóhann Skúlason á Hvini frá Holtsmúla.