Sigurður Ingi hlaut 100% atkvæða
Fjölmennt kjördæmisþing framsóknarmanna samþykkti framboðslista í Suðurkjördæmi á laugardaginn var á Hótel Selfoss. Hlaut Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður 100% gildra atkvæða í fyrsta sætið. 450 manns mættu á tvöfalda kjördæmisþingið sem kaus um sjö efstu sætin og samþykkti aukafundur í kjölfarið listann í heild sinni.
„Það er ómetanlegt að fá svona gríðarlega góðan stuðning og sýnir að flokkurinn gangi sameinaður og kröftugur til kosninganna í vor,“ segir Sigurður Ingi um kosninguna í tilkynningu til fjölmiðla.
Þrír sóttust eftir öðru sætinu en Eygló Harðardóttir annar núverandi þingmanna Framsóknar í Suðurkjördæmi flutti í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Það voru þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, Páll Jóhann Pálsson og Birgir Þórarinsson sem kepptu um sætið og hafði Silja Dögg vinninginn með rúmlega 60% atkvæða. Páll Jóhann hlaut 3. sætið með 66% atkvæða
Silja Dögg og Páll Jóhann sem skipar 3. sætið hafa bæði setið í sveitarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn í sínum heimabyggðum.
Listi Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor er þannig skipaður:
1. sæti Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi
2. sæti Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ
3. sæti Páll Jóhann Pálsson, Grindavík
4. sæti Haraldur Einarsson, Flóahreppur
5. sæti Fjóla Hrund Björnsdóttir, Rangárv.sýsla
6. sæti Sandra Rán Ásgrímsdóttir, A-Skaft
7. sæti Sigrún Gísladóttir, Hveragerði
8. sæti Jónatan Guðni Jónsson, Vestmannaeyjar
9. sæti Ingveldur Guðjónsdóttir, Árborg
10. sæti Sigurjón Fannar Ragnarsson, V-Skaft
11. sæti Anna Björg Níelsdóttir, Ölfus - Þorlákshöfn
12. sæti Lúðvík Bergmann, Rangárv.sýsla
13. sæti Þórhildur Inga Ólafsdóttir, Sandgerði
14. sæti Sæbjörg Erlingsdóttir, Grindavík
15. sæti Guðmundur Ómar Helgason, Rangárv.sýsla
16. sæti Ragnar Magnússon, Árnessýsla
17. sæti Ásthildur Ýr Gísladóttir, Vogum
18. sæti Reynir Arnarson, A-Skaft
19. sæti Þorvaldur Guðmundsson, Árborg
20. sæti Guðmundur Elíasson, V-Skaft