Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sigurður Garðarsson til Sjómannadagsráðs
Þriðjudagur 19. mars 2013 kl. 09:48

Sigurður Garðarsson til Sjómannadagsráðs

Keflvíkingurinn Sigurður Garðarsson, verkfræðingur, hefur verið ráðinn yfirmaður rekstrar Sjómannadagsráðs frá og með 1. apríl. Sigurður hefur meðal annars unnið að uppbyggingu Nesvalla í Reykjanesbæ.

Sigurður útskrifaðist sem byggingaverkfræðingur frá UW Madison BNA árið 1984 og lauk MBA rekstrarhagfræðinámi frá Háskóla Íslands árið 2002. Hann hefur viðamikla reynslu af byggingar- og þróunarverkefnum, en undanfarin 6 ár hefur hann m.a. unnið að uppbyggingu Nesvalla í Reykjanesbæ, sem er þjónustu- og íbúðakjarni fyrir eldra fólk. Sigurður er búsettur í Reykjanesbæ og kvæntur Ingveldi Möggu Aðalsteinsdóttur, en saman eiga þau 2 börn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjómannadagsráð er leiðandi aðili í umönnun og þjónustu við aldraða og rekur m.a. þjónustu- og öryggisíbúðir, ásamt Hrafnistuheimilunum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi, auk dótturfélaga. Með starfsemi sinni veitir Sjómannadagsráð um 1.000 öldruðum þjónustu á degi hverjum. Sjómannadagsráð stefnir að því að auka þjónustuna enn frekar til að mæta þörfum framtíðar kynslóða eldra fólks.

Sigurður hefur auk starfa sinnt ýmsum félagsmálum á Suðurnesjum, m.a. verið formaður Golfklúbbs Suðurnesja síðustu fjögur árin