Sigurður fékk 100 þús. kr. Nettó vinning í Jólalukku VF
Sigurður J. Guðmundsson, Lágmóa 3 í Njarðvík hafði heppnina með sér í Jólalukku Víkurfrétta þegar nafn hans var dregið út úr mörg þúsundum lukkumiða sem skilað var í Nettó eða Kaskó.
Sigurður fékk stærsta vinninginn í Jólalukku VF 2010 en það er 100 þús. kr. gjafabréf í Nettó. Elísabet Vilhjálmsdóttir, Hrauntúni 6 í Keflavík fékk næst stærsta vinninginn en það er Evrópuferð með Icelandair að eigin vali. Þeir Páll Orri Pálsson, Gísli Freyr Njálsson drógu vinningsmiðana úr risa stórum kassa í Nettó en miðar úr Kaskó voru settir í hann áður en dregið var. Róbert Guðnason, starfsmaður Nettó fylgdist með drættinum og skráði niður jafn óðum.
Tuttugu aðrir konfektvinningar frá Nettó komu á þessi nöfn. Vinningshafar framvísi skilríkjum við vitjun vinnings:
Fanney Guðrún Magnúsdóttir, Urðarbraut 7, Garði
Ólína Þ. Lárusdóttir, Lækjamótum 39, Sandgerði
Sambýlið Lyngmóta 10 Njarðvík
Rúnar Eyberg Árnason, Heiðarholti 23 Keflavík
Hilmar Bjarnason, Heiðarbraut 5, Garði
Hulda Garðarsdóttir, Aðalgötu 2 Keflavík
Eyrún Sif Rögnvaldsdóttir, Mávabraut 9 Keflavík
Birkir Már, Norðurvellir 46 Keflavík
Sigurður Vilhjálmsson, Greniteig 45 Keflavík
Helena Rut Hafsteinsdóttir, Lindartúni 5 Garði
Lilja Víglundsdóttir, Garðbraut 77 Garði
Sigrún Halldórsdóttir, Sunnubraut 23 Garði
Ágústa Þorleifsdóttir, Kjarrmóa 20 Njarðvík
Fjóla Svavarsdóttir, Brekkustíg 14 Sandgerði
Kristín M. Hreinsdóttir, Heiðarbraut 7f Keflavík
Margrét Jenný, Harmragarði 6 Keflavík
Rakel Lind Hrafnsdóttir, Sunnubraut 8 Grindavík
Margrét Óskarsdóttir, Grundarvegi 13, Njarðvík
Elsa Dóra Gestsdóttir, Vallarbraut 6 Reykjanesbæ
Helena Ö. Fuglö Vallargötu 28 Sandgerði
Þetta var þriðji lukkudrátturinn í Jólalukku VF 2010 en í hinum tveimur voru Icelandair ferðavinningar og gjafabréf í Nettó og Kaskó í vinninga. Víkurfréttir þakka öllum þátttakendum, verslunum og Suðurnesjamönnum öllum og óskar þeim gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Á milli tíu og tuttugu þúsund jólalukkumiðum var skilað í Nettó/Kaskó. Á neðri myndinni má sjá viðskiptavini í Nettó nú rétt fyrir klukkan tólf á hádegi á Aðfangadegi. VF-myndir/pket.