Sigurður alveg milljón!
Sigurður G. Ólafsson „úrvalsdeildarmaður“ í sundi var milljónasti gestur Sundmiðstöðvarinnar í Keflavík. Áfanganum var náð í síðustu viku.Í tilefni af þessum merka áfanga var boðið til kaffisamsætis í Sundmiðstöðinni í dag og Sigurði afhent skjal viðburðinum til staðfestingar. Með honum á myndinni eru f.v. Skúli Skúlason forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Jón Jóhannsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og Stefán Bjarkason íþróttafulltrúi Reykjanesbæjar.