Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sigrún Lilja tók skóflustungu að stærri fjölbrautaskóla
Fimmtudagur 19. júní 2003 kl. 17:42

Sigrún Lilja tók skóflustungu að stærri fjölbrautaskóla

Fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja var tekin að viðstöddu fjölmenni í Keflavík nú síðdegis. Það var fulltrúi nemenda, Sigrún Lilja Jóhannsdóttir, sem tók skóflustunguna. Áður höfðu bygginganefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja og verktakinn, Hjalti Guðmundsson, undirritað samning um byggingu nýrrar álmu við skólann.Viðbyggingin verður bylting fyrir allt skólastarf í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en tíu ár eru síðan síðast var byggt við skólann og var farið að þrengja að skólastarfinu. Jarðvinna hefst í holtinu ofan við íþróttahúsið í Keflavík, þar sem viðbyggingin mun rísa, strax á mánudag. Skólabyggingin verður tilbúin haustið 2004.

Myndin: Frá skóflustungunni nú síðdegis. Sigrún Lilja mundar skófluna en þeir Hjálmar Árnason formaður byggingarnefndar og Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari fylgjast með. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024