Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 29. nóvember 2000 kl. 10:49

Sigríður Rósinkars á mynd mánaðarins

Mynd mánaðarins verður hengd upp í Kjarna föstudaginn 1. desember, en þetta er í annað sinn sem það verður gert. Síðasta mynd mánaðarins var eftir Guðmund Maríusson en að þessu sinni hefur mynd eftir Sigríði Rósinkarsdóttur orðið fyrir valinu.
Sigríður er Suðurnesjamönnum að góðu kunn eftir að hafa haldið 11 einkasýningar og tekið þátt í all mörgum samsýningum. Hún stundaði nám í Baðstofunni og hennar aðal kennari var
Eiríkur Smith.
Vinnustofa Sigríðar er við Hringbraut 68 í Reykjanesbæ. Vinnustofan er opin eftir samkomulagi og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband í síma 421-3611 eða 847-3044. Allt áhugafólk um myndlist er boðið velkomið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024