Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sigríður ráðin lögreglustjóri aðeins þremur dögum eftir að umsóknarfrestur rann út
Föstudagur 14. nóvember 2008 kl. 10:26

Sigríður ráðin lögreglustjóri aðeins þremur dögum eftir að umsóknarfrestur rann út

Þó ekki séu liðnir nema þrír dagar frá því að umsóknarfrestur rann út hefur Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, nú þegar skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur, aðstoðarríkislögreglustjóra í stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum. 

Fjórir umsækjendur voru um starfið en það voru Alda Hrönn Jóhannsdóttir, löglærður fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum, Ásgeir Eiríksson, fulltrúi og staðgengill sýslumannsins í Keflavík, Halldór Frímannsson, sérfræðingur og lögmaður á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir aðstoðarríkislögreglustjóri.

Sigríður Björk var skipuð aðstoðarríkislögreglustjóri í desember 2006, en áður var hún sýslumaður á Ísafirði. Hún er eiginkona Skúla S. Ólafssonar, sóknarprests í Keflavíkurprestakalli.

Harðvítugar deilur spruttu upp  í sókninni um ráðningu sr. Skúla á sínum tíma og blandaðist þá nafn Sigríðar inn í þá umræðu í tengslum við ráðningu á nýjum sýslumanni, sem reynt var að tengja við ráðningu Skúla. Hún reyndist ekki vera á meðal umsækjenda þegar upp var staðið.

Staða lögreglustjórans á Suðurnesjum var auglýst eftir að Jóhann Benediktsson sagði starfi sínu lausu í september. Jóhann naut mikils stuðnings á meðal starfsmanna embættisins og meðal íbúa á Suðurnesjum en dómsmálaráðherra og helstu ráðgjafar hans voru sagðir leggja Jóhann og embættið í einelti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir:

Var embættið vísvitandi fjársvelt?

Björn undrast viðbrögð Jóhanns
Þrír lykilstarfsmenn hætta með Jóhanni
Björn kannast ekki við nein fyrirheit
Verður Sigríður Björk næsti lögreglustjóri? 
1000 styðja lögreglustjóra á Facebook
Dómsmálaráðherra beri tilhlýðilega virðingu fyrir störfum Jóhanns
Björn segir Jóhanni lögreglustjóra upp störfum

Ljósmynd/visir.is - Sigríður Björk Guðjónsdóttir.