Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 2. apríl 2000 kl. 11:56

Sigríður Anna Fegurðardrottning Suðurnesja 2000

Sigríður Anna Ólafsdóttir, 18 ára Grindavíkurmær, var kjörin Fegurðardrottning Suðurnesja árið 2000. Krýningin fór fram í Bláa lóninu í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Sigríður Anna er dóttir Ólafs Þórs Jóhannssonar framkvæmdastjóra Fiskmarkaðs Suðurnesja og Þórunnar S. Jóhannsdóttur. Sigríður Anna var einnig kjörin vinsælasta stúlkan.Hildur Ingólfsdóttir, tvítug Njarðvíkurmær, varð í öðru sæti í keppninni. Foreldrar hennar eru ingólfur Ólafsson og Vilhelmína Pálsdóttir. Margrét Sæmundsdóttir, tvítug Garðmær, varð í þriðja sæti í keppninni. Hún sópaði í raun til sín titlunum, því hún var einnig kjörin Stúdíó Huldu-stúlkan, Heimsmyndar-stúlkan og ljósmyndafyrirsæta Suðurnesja. Margrét er dóttir Sæmundar Torfasonar og Kristbjargar Hallsdóttur. Þá var Jóhanna Ingvarsdóttir kjörin K-sport-stúlkan. Jóhanna er 19 ára úr Keflavík og dóttir Ingvars Bjarnasonar og Sigrúnar Sumarliðadóttur. Nánar verður greint frá Fegurðarsamkeppni Suðurnesja í máli og myndum í Víkurfréttum nk. fimmtudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024