Sigrar í Coca-Cola bikarnum
Keflavík U23 sigraði Gróttu 1-5 á Gróttuvelli í kvöld í Coca-Cola bikarnum í Knattspyrnu. Þá vann Reynir lið ÍH 2-1 en leikurinn var í Sandgerði í sömu keppni. Einnig var leikið í úrvalsdeild kvenna í kvöld og tapaði Grindavík 0-3 fyrir Stjörnunni í Grindavík. Það má búast við því að það verði á brattann að sækja hjá Grindavíkurstúlkum í sumar enda er liðið ungt og óreynt.