Siglingastofnun bæti veikleika í sjóvörnum í Garði
Árið 2010 var gerð skýrsla af Verkfræðistofu Suðurnesja og send Siglingastofnun þar sem bent er á þá veikleika sem eru í sjóvörnum í Garði. Uppbygging göngustíga með ströndinni á næstu árum er að stórum hluta undir því komin að sjóvarnir verði í lagi, segir í gögnum bæjarráðs Sveitarfélagsins Garðs. Því skorar bæjarráð á Siglingastofnun að skoða þann möguleika að viðgerð fari fram sem fyrst svo ekki komi til að það tefji gerð göngustíga með ströndinni frá Garðskaga að Útskálum.
Bæjarráð hefur jafnframt falið bæjarstjóra að senda bréf til Siglingastofnunar með ofangreindri áskorun.