Sighvatur GK fékk á sig brot - myndir
Sighvatur GK 57 frá Grindavík fékk á sig brot við Óðinsboða út af Horni á dögunum þar sem var verið að draga línu. Sjór fór inn um dráttarlúguna og flæddi aftur í íbúðarverur. Tveir menn voru í lest en til allrar hamingju slösuðust þeir ekki alvarlega. Þessar myndir sem birtar er á bæjarfréttavef Grindvíkur sýna að mikið hefur gengið á um borð þegar brotið reið yfir.
Á vef bæjarins segir að með þessum myndum vilji sjómennirnir um borð sýna þann veruleika sem íslenskir sjómenn búa við enn í dag. Veðurfar hafi ekkert breyst og hættan sé enn til staðar úti á sjó þó aðbúnaður um borð hafi skánað.
,,Núna er þessari stétt boðið upp á að laga til í fjármálaóreiðu undanfarinna ára með því að afnema sjómannaafsláttinn," segir tölvupósti sem barst til heimasíðunnar með myndunum.